VÍKINGAR...

Fornmennirnir okkar eru sko ekkert minna en frábærir og koma sér vel. Ég kom við í Islandia í gær og náði mér í víking, hann er fúlskeggjaður með hjálm á höfði og horn uppúr. Hann er til í allt með aðra hendi á mjöðminni og stórkostlega öxi í hinni. Ég fékk mér hann þennann til viðbótar við annann sem ég náði í á sama stað fyrir nokkru síðan. En sá er talvert yngri, á grænni mittisskýlu, þessi er líka með hjálm á höfði og hornin eru á sínum stað. Hann er sko vígalegur með reidda öxi og skjöld á lofti líka, ekki veitir af að hafa karlmenn á heimilinu og þá tvo frekar en einn. Kissing

Í fyrstu var ég að hugsa um að klippa út karl í líkamsstærð, (a la Sólveig og löggurnar) en sá mig um hönd þar sem það var ekki alveg að virka, það var komin reynsla á það. Svo Víkingar skyldu það vera. ég sagði einum tíu ára frá þessu framtaki og fannst honum þetta flott og þá í þeim tilgangi að passa tölvuna mína, hehe. Hvað börn eru saklaus. Wink

Þeir eru so sem við tölvuna en alltaf í sjónmáli, til í slaginn.Því segi ég það, Víkingarnir standa fyrir sínu og það er sko mikið meira sport í að hafa þá á vaktinni en setja upp karlmannsskóna í öryggisskyni. Víkingar.....þeir eru mínir menn, engin spurning. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband