VIMA....

Stundum eru tilviljanir skýtnar,(sumir segja að tilvijanir séu ekki til) þegar ég fór að athuga með póstinn minn var í honum fréttablað VIMA. VIMA er Vináttu- og menningarfélag Miðausturlanda og auðvitað undir styrkri stjórn Jóhönnu Kristjánsdóttur. Í bæklingnum eru frásagnir frá hinum ýmsu stöðum í arabaheiminum, ásamt mataruppskriftum frá þessum fjarlægu stöðum.

En það sem var svo merkilegt er, að fyrir stuttu síðan hringdi ein af ITC málfreyjunum í mig og sagði mér aðbúið væri að taka frá miða á sýninguna á leikritinu, Hálsfesti Helenu. Leikritið er eftir Kanadíska mjög fræga skáldkonu, aðalsöguhetjan er stödd á ráðstefnu í þessum fjarlæga heimshluta þar sem fólk hefur lifað við ótta styrjalda og ber öll einkenni þess og týnir þá perluhálsfesti, hún vill endilega finna festina aftur og hefur ákafa leit að henni. En á því ferðalagi kynnist hún fólki sem hefur lifað í skugga styrjalda og veit hvað það er að missa.

Þetta ferðalag kennir henni algjörlega nýja hluti, nýtt mat á tilveruna. Ferðin á þetta leikrit er framundan, það verður umræða á eftir um leikritið, og þetta er mjög forvitnilegt verk og hefur hlotið mikla athygli. Lífsreynsla höfundar af veru í Líbanon varð kveikjan að þessu verki sem sýnir vel mismuninn á hugsunarhætti þeirra sem lifa við stöðuga ógn og þeirra sem lifa í Vesturheimi, þar sem ríkir tiltölulegur friður, fólk hefur aðallega áhyggjur af næstu kosningum og hverjir komist nú að.

Þriðja atvikið er:að nýlega komst ég í samband við persónu sem á heima í Líbanon og hefur sýnt viðbrögð sem ég furða mig á en líklega á ég eftir að athuga þetta nánar. Það er um tvo ólika menningarheima að ræða,en leikritið er framundan og þá vonandi veit ég betur en ég veit í dag.

Allir þessir atburðir gerðust reyndar í dag og í gær. Eru tilviljanir ekki til? Hvað er þetta þá? Ég bara spyr. Errm Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband