Sumir þrífast á athygli.....

Auðvitað fylgir frægðinni athygli, fólk sækist eftir frægð og henni fylgir athygli. Enda gerir fólk ótrúlegustu hluti til að vekja athygli. Endalausar myndatökur við ótrúlegustu aðstæður, til hvers? Til að vekja og viðhalda athygli.

Það verður ekki bæði valið og hafnað, blaðamennirnir sem elta stjörnurnar eru að vinna fyrir kaupinu sínu, og það er ekkert smá ef þeir ná góðum myndum. Og það virðist alltaf vera til fólk sem vill akkúrat þetta, skandala og helst sem neikvæðastar aðstæður. Það er nefnilega fólkið sem ræður ferðinni, og kaupir blöðin. Oft er það þannig að almenningur getur betur sætt sig við eigin kjör og vandamál ef fræga fólkið er í vandamálum líka.  Og svo er það klæðnaðurinn, það er kosið um allt, verst klædda eða verst klæddi leikarinn og svo öfugt sá/sú.... best klæddi. Þegar er verið að veita verðlaun fyrir kvikmynd sem dæmi þá hverfa myndir alveg í skuggann, það er klæðnaður viðstaddra sem hefur þyðingu.

Svo nú er um að gera að lesa og skoða myndirnar af fræga fólkinu. Og það heitir athygli. Wink


mbl.is Tobey Maguire gagnrýnir athyglisjúkar stjörnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill hjá þér Hver ert þú?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Kæra Margrét, ég er bara ég, hehe.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.4.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Og ég er bara ég Þá er það komið á hreint

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband