Hvað er list.....?????

Það er svo margt sem við sjáum, sumt líkar okkur býsna vel, er það þá list? Ekkert endilega en það getur verið  list,  því það sem við sjáum er svo vel gert og frábært að við vitum stundum ekki undir hvað við eigum að flokka það.

Hrúga af spýtnabraki, hvað er það? Hrúga af spýtnabraki, það er engin spurning í mínum huga, en það er ekki þar með sagt að sumir líti brakið ekki listrænu auga. Allavega eru svona hlutum stundum stillt upp á listsýningum og þú veist það um leið og þú gengur inn úr dyrunum á listasafninu að þetta flokkast sem list. Hvað sem þér finnst. Blush

Meira að segja gömlu meistararnir fengu að kenna á gagnrýni. Mynd sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, ,, Fæðing Venusar," eftir Botticelli, fékk heiftarlega útreið hjá öðrum meistara sem hafði málað málverk með sömu hugmynd í huga, en mistekist. En hvernig stendur þá á því að maður heillast af mynd Botticellis, persónur myndarinnar eru alls ekki fullkomnar, ,,óeðileg hálslengd Venusar, hallandi axlir og annarleg tengsl vinsti handleggs við búkinn."(Saga Listarinnar bls. 264)  Einmitt þessi mannlegi ófullkomleiki gerir myndina svo frábæra, maður tekur ekki eftir þessum hlutum fyrr en bent er á þá. Það sem meira er, þeir skipta ekki máli, heildarmyndin heillar mann.  En, og það er líklega það sem skiptir meginmáli að Botticelli slær rétta tóninn, hittir í mark. Kissing

Ég var að ljúka við bókina, ..Sunnudagsklúbbur heimsspekinganna," eftir Alexander Mc Call Smith. Ég var ekki eins hrifinn af henni og Spæjarastofunni, þar hitti hann á rétta tóninn. Smile Og hitti beint í mark.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband