Árásargirni.....

Núna um páskana, þá gefst tími til ýmissa hugsana. Lausn bresku sjóliðanna er stórfétt í öllum blöðum og auðvitað er kona í sviðsljósinu. Konur ganga í herinn, (ömurlegt) við hverju mega þær þá búast. Það hefur sýnt sig með töku bresku sjóliðanna, ef við konur ætlum að vera jafnokar karlanna þá getum við tæplega búist við einhverjum undanþágum Errm En það, er einmitt það sem gerðist,allavega í byrjun. En ýmislegt gerðist í millitíðinni, þjóðirnar sem áttu í hlut sömdu um lausn sjóliðanna, þeirra allra. Myndir voru sendar af sjóliðunum étandi ágætismat og þeir sögðu í viðtölum að þeir hefðu það fínt. Svo komu þeir heim og þá var komið annað hljóð í strokkinn. Þeir höfðu liðið óbærilegar andlegar þjáningar, og selja nú grimmt frásagnir af öllu saman slúðurpressunni.Og auðvitað buðust bandaríkin til að skipta sér af málinu. Hvað annað?  Hverju eigum við venjulegir Íslendingar að trúa? Errm

Þannig eru fréttir matreiddar ofan í okkur og spurningin er bara, með hverjum stöndum við? FootinMouth

Var að fá fréttir frá Lebanon: ,, Að vera hér er eins og að búa á toppi eldfjalls,sem getur gosið hvenær sem er,"sagði einn sem er staddur þar. Það þýðir víst lítið að tala endalaust um guð, hvaða guð sem við höfum nú, hann er eins og við hin, snýr bara blinda auganu að vandamálunum. Blush

Eru nokkrar lausnir í þessum mannlegu harmleikjum? Frown Þetta er sko þunglyndisleg páskahugleiðing, en er það nema von.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Ég sendi þér hér páskakveðjur á föstudaginn minnir mig en sýnist þær bara ekki hafa skilað sér hingað til þín.

Jæja þá sendi ég þér bara hér aftur páskakveðjurnar. Vona að þú hafir það gott um páskana eða það sem eftir er af þeim :-).

Hér finnst manni nú veðrið mætti vera betra þar sem maður er nú á Spáni. Það er búið að vera svo hrikalega gott  veður allan tímann sem ég er búin að vera hér. Þangað til ég tók mér frí og ætla að njóta veðursins. Þá er búið að vera þungskýjað og rignt inn á milli. Við höfum samt náð góðum hjólatúrum inn á milli. Og það var æðislegt veður þegar við hjóluðum til Torreveija.

Kv. Þurý

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband