Hrífandi höfundar...

Alexander Mc Call Smith er einstakur höfundur, á bókarkápunni, ,,Sunnudagsklúbbur heimspekinganna," segir og er það teki beint úr umsögn, "Entertainment Weekly," Þvílík uppgötvun...Ótrúlega hrífandi.....Barmafull af dásamlegum húmor og mannlegri samúð." Heart

Hann hefur skrifað bækurnar um feitlagna spæjarann frá Botswana, bækur sem maður hættir alls ekki við þegar maður hefur byrjað á bókinni.  Og nú er það næst, ,, Sunnudagsklúbbur heimspekinganna." Tilhlökkunarefni. Smile

Á náttborðinu er líka, ,,Blóðberg," eftir Ævar Örn Jósepsson, frábær höfundur, og segir Mbl. um hana ,,Frábær sakamálasaga. Meiriháttar og fellur alveg í minn smekk. Smile Sakamál, að elta uppi glæpamenn, það er spennandi. Og að ná þeim á endanum, það er flott. Það er svo misjafnt hvað höfundi tekst að flækja málin og draga lesandann langt með sér,án þess að gera hann hundleiðan. Það verður að hanga dálítið á spýtunni til að halda manni við efnið. En sjáum til, Mbl. lofar góðri lesningu ásamt fleirum. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband