Að vera öðruvísi.....

Hver er sinnar gæfusmiður,segir máltækið. Ég er nú ekki alveg viss um það, fyrir nú utan að stundum mætti halda að verkið hefði verið boðið út og lægsta tilboði tekið.Crying En stundum er það reyndar þannig hjá sumum og á vissum tímaskeiðum, að allt gengur upp. Segir það eitthvað um greind viðkomandi eða er þetta eins og hvert annað glópalán. Blush

Stundum gengur allt svo fjandalega og öfugt að fólk fer að leita dauðaleit að sökudólgum, þetta ólán getur ekki staðist. Meira að segja veðrinu er kennt um ef ekki vill betur, enginn í sjónmáli sem hægt er að áfellast. Það er það sem henti Pétur, ógæfa hans var alls ekki einleikinn, hann missti vinnuna, fjölskylduna og heilsuna, allt næstum sama daginn. Ef þetta er ekki ógæfa, þá veit ég ekki hvað ógæfa er. Eins var með Jónas, hann missti allt. Crying En á sama tíma fóru Gunni og Jói í útrás og græddu stórfé og lifðu eins og kóngar.

Þetta alltsaman kom ekki til af því að Pétur og Jónas reyndu ekki sitt besta, örlögin gripu bara í taumana. Og því fór sem fór. Frown 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband