DÉJÁ VU.....

Það er nefnilega það, kvikmynd væntanleg með Denzel Washington 26. apríl og hún heitir DÉJÁVU. Þetta minnir mig af einhverjum ástæðum á eitthvað annað, eitthvað sem mér fannst ég hafa upplifað áður. Eitthvað sem ég þekkti, en hvað skyldi það vera, eitthvað óþægilegt, allavega situr eitthvað í minninu sem er ekki þægilegt. Kannski þarf ég að fara á miðilsfund til að fá úr þessu skorið. Pinch Hver veit, þetta er eitthvað duló og myrkt. Þannig eru hlutir sem maður áttar sig ekki strax á.

Fyrir margt löngu síðan þvældist ég með konu á miðilsfund það var reyndar dálítið merkilegt því miðillinn sagði ýmislegt sem ég var ekki einu sinni að hugsa um, hvernig átti hún að vita það? Þetta kom mér á óvart en uppúr þessu fór ég að hugsa á öðrum nótum um þessi mál. Getur það t.d. verið að maður hafi hitt fólk í einhverju öðru lífi, (annað líf, því hef ég ekki trúað, fram að þessu) sumt fólk sem maður hittir á lífsleiðinni, er svo frábært og manni líkar strax vel við það, svo er annað fólk sem maður getur alls ekki þolað. Er þá eitthvað til sem heitir, annað eða önnur líf. Það er einhvern veginn ekki hægt að komast að þessu fyrir víst, eins og ýmsu öðru en auðvitað fyllist maður verstu grunsemdum. Þetta er stór spurning. Er lífið þá fyrirfram ákveðið, ráða örlögin lífshlaupinu er búið að skrifa tilveru manns í stjörnurnar? Þá er nú eins gott að vera sæmilega læs. En þetta er alveg þess virði að skoða. Woundering Hugs...hugs....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband