BEST SELLERS.....

Að undanförnu hef ég verið að lesa í bók sem mér var send frá útlöndum, og ber nafnið BESTSELLERS, þar eru teknir fyrir metsöluhöfundar og þeir spurðir hversvegna þeir urðu metsöluhöfundar? Svörin er æði misjöfn, en ýmsum ber saman um að það sé gott að eiga góðan maka sem hefur áhuga á því sem verið er að skrifa og nennir að lesa það. Það sé svo hvetjandi, maður getur rétt ímyndað sér að það hljóti að virka vel að hafa einhvern áhugasaman sér við hlið. WounderingKissing 

Það er allur gangur á því hvernig fólk vinnur, sumir afla sér heimilda og taka góðan tíma að kynna sér það sem þeir ætla að skrifa um. Sumir skrifa um reynslu sína og nota þá skáldfákinn óspart, aðrir skrifa um reynslu annara. Einn af þessum metsöluhöfundum er fyrrverandi lögreglumaður sem skrifar spennubækur, hann hefur staðið í stöðugum málaferlum síðan hann hóf skriftir, því að svo margir hafa þóst þekkja sjálfa sig í persónum bókanna. Höfundurinn hefur alltaf sigrað í þessum málaferlum en auðvitað fer ofboðsleg orka í að standa í þessu. Málið er nefnilega að höfundi er leyfilegt að skrifa um reynslu annarra og sína eigin og reynslu almennt. Þá er nöfnum breytt og allar aðstæður settar í annað samhengi. Sjálf hef ég aðeins komið nálægt skriftum og fengið birt og fólk les aftur og aftur og reynir endalaust að herma söguna uppá mig eða einhvern annann. GetLost

Þegar er verið að skrifa notar höfundur eigið ímyndunarafl og blandar saman ýmsu sem hefur tilfallið á leiðinni, hnoðar og hrærir og býr til allavegan mynstur og útkoman er einhverskonar saga og stundum smellpassar útkoman; " The authors discuss their lives, how they started writing and how their careers developed, in great depth. They give their views on failure and success....." Líf rithöfundar er alls ekki alltaf dans á rósum en þegar vel tekst til er það ekkert minna en frábært. Wink

Þessi bók er ágætis lesning fyrir alla, ég mæli með henni. InLove Bækur eru frábærar, það er hægt að leggja þær frá sér ef manni likar ekki innihaldið og bókin segir ekki múkk og svo er hægt að lesa fram á rauða nótt, ef efnið er hagstætt. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, bara að kíkja hér inn og óska þér gleðilegra páska. Það hefur ræst úr veðrinu hér því í gær var þrumuveður, eldingar og de hele. Í morgun rigndi líka og veðurspáin er ekkert of bjartsýn. En nú skín sólin svo best að drífa sig út. Bestur kveðjur, Þurý

Þuríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband