AÐ TÝNA BÍL.....

Það er sko ekkert smámál að týna bílnum sínum og það á planinu heima. Maður leggur bílnum samviskusamlega en þegar á að taka hann aftur, finnst hann ekki. Í þessu hef ég lent í margang, man ekki númerið á honum og meira að segja liturinn þvælist fyrir mér. En á endanum finnst þetta krútt og þá þar sem síst skyldi, þar sem ég lagði honum. Smile Þvílikur léttir, og auðvitað er ekki nokkrum manni blandað í málið, það gæti litið hörmulega út.

Einu sinni var ég stödd á stóru bílaplani og sá þá ráfandi konu, ég gaf mig varfærnislega á tal við hana, þar sem ég þóttist þekkja einkennin á konunni. Enda kom það á daginn að konan var að leita að bílnum sínum. Égfór auðvitað mjög varlega,þetta var viðkvæmt mál,og spurði um númerið á bílnum, konan starði á mig. Guð, það veit ég ekki, var svarið. Eftir mikil heilabrot kom í ljós að hún mundi litinn og að auki var bíllinn með grill að framan. Með þessar upplýsingar fundum við bílinn eftir dálítla leit. Það er eins og bíllinn manns tengist manni á einhvern sérstakan hátt, við rötum alltaf saman áður en lýkur. Og eins var það með þessa konu, bíllinn kom í leitirnar, hann vildi bara þessa konu og bara beið eftir að vera fundinn. Frábært. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ææææ sæt, heyrðu, ég þarf að fá mér svona bíl, minn stríkur alltaf, jaaa nema það sé að ég viðurkenni ekki að hann sé á sínum stað.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband