Börn fæðast svo saklaus, en svo líður tíminn og fólk fullorðnast? eða það er víst lögmálið og einhver hryllingur kemur í ljós. Sem betur fer eru þetta undantekningar en það hefur sýnt sig að þetta er til.
Maður er stöðugt að heyra um einhverskonar ofbeldi. Er þetta siðleysi eða siðblinda? Að ráðast á fólk og ræna það allri heilbrigðri hugsun vera stöðugt að vekja ótta en vera samt stöðugt í felum.? Hugleysi og bleyðuskapur einkennir þá sem vega úr launsátri. Núna nýlega kom kona sem ég þekki nokkuð vel, heim til sín, en var stoppuð af lögreglu sem sagði henni að maður hefði verið myrtur í götunni. Í fyrstu trúði hún varla því sem hafði gerst, hún býr við litla og friðsæla götu þar sem nágrannarnir bjóða góðan dag og allt gengur sinn vanagang. Er það virkilega á slíkum stöðum sem bófarnir láta til skarar skríða, þar sem fólk uggir ekki að sér, og treystir. Það notfæra bleyðurnar sér. Að bera niður þar sem síst skildi. Þetta er óhugnanlegt, að það skuli vera til svona andstyggilega innréttað fólk. Útreiknað í öllum sínum voðaverkum, allt venjulegt fólk á sér einskis ills von.
Annað atvik henti líka, þar voru tveir táningar, drengir á ferð, þegar fjórir strákar í hóp króuðu þá af og heimtuðu peninga og fleiri verðmæti. Þeim tókst að vísu að komast undan, því að þetta gerðist um miðjan dag, (eins og morðið) og það vildi þeim til happs að það var skóli þarna rétt hjá og bæði nemendur og kennarar voru úti við. Er þetta siðblinda og siðleysi þegar táningar hegða sér svona að maður minnist nú ekki á morðingjann. Vonandi tekst að koma lögum yfir þessa hugleysingja og þrjóta.
Var að hugsa um þessi atvik í morgun.....
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ekki er það ofsögum sagt að heimurinn versnandi fer, eðlilega flýja þetta glæpalið inn í rólegra umhvervi, þar eru ekki myndavélar og minna um fólk á gangi. Já þróunin er ekki góð.
Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 14:12
Já maður skilur ekki alveg hvernig fólk getur bara búið með sjálfu sér og hafa allskonar voðaverk á samviskunni. Þetta morð hérna í Murcia hefur bara vakið töluverðan óhug innra með manni enda fremur óhuggulegt að sjá líkið alblóðugt þarna fyrir framan þarnæsta hús. Svo hef ég ekkert vitað hvort búið er að ná morðingjanum eða hvað.
En miðað við blaðið sem ég var að reyna að staglast í gegnum í gær og upplýsingum Guðrúnar er hreinlega ekki búið að ná manninum. Svo manni stendur bara ekki á sama enda brá mér ekkert smá um miðja nótt í nótt því þá urðu einhver læti einhverstaðar í húsinu. Svo maður verður eiginlega bara hálfhræddur hérna ein í útlöndunum í litlu götunni sem mér fannst bara nokkuð heimilisleg fram að þessu. Kv. frá Spáni.
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.