Hvenær er gengið of langt?? Það er einstaklingsbundið hvað fólki finnst um það. Er það of langt gengið að fólk tali endalaust um pólitík eða klám, stundum finnst mér nóg um. Snýst lífið ekki um pólitík, það er pólitík í öllu, smáu og stóru, segja sumir. En hvað um klám? Sumir sjá klám í öllu, Spaugstofan tók heldur betur á þessu máli í gærkvöldi.
Ég var í brúðkaupsveislu í gærkvöldi og þar voru sýndar kvikmyndir af stekkjarpartíum hvors fyrir sig. Áður en að mynd brúðarinnar kom, tóku vinkonur hennar, skólasystur og saumaklúbbssystur til máls og hrósuðu henni á hvert reipi, sem hún á örugglega skilið. Sú sem hafði orð fyrir þeim, talaði sérstaklega um forustuhæfileika hennar og vilja hennar til að vera þáttakandi í bókstaflega öllu. Þetta var alltsaman hraustlega til orða tekið og maður hafði enga tilfinningu fyrir oflofi eða að of langt væri gengið. Svo kom myndin, svo kvenleg og fáguð. Brúðurin þreif bílrúður í gríð og erg en á kvenlegan máta, síðan dansaði hún lítið klædd einhvern austrænan dans, en auðvitað voru fleiri konur til staðar. En en engin dansaði eins og hún, hreyfingarnar voru erótískar í meira lagi, mýkt handahreyfinganna ótrúlega flottar. Viðstaddir karlmenn voru yfir sig hrifnir og fannst þetta sjáanlega meiri háttar. En konurnar voru þögular og virtust bíða eftir meiri rúðuþvotti. Ég er ansi hrædd um, miðað við sumt blogg hérna inni, þá hefði þetta verið talið hið versta klám. En hvað er klám, það er í auga og hugsun þess sem horfir.Sjálfri fannst mér þetta meiriháttar flott en þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja orð. Hvar eru þá mörkin? Það er spurningin. Brúðguminn var stoltur af sinni, það var auðséð.
Þá var komið að brúðgumanum, hans steggjarpartíi. Veislustjóri spurði viðstadda vini hvort þeir vildu segja nokkur orð um vininn sem var jú að gifta sig. En....þeir kváðu nei við því. Myndbandið segir allt sem segja þarf, var þeirra svar, hehe. Þá kvað sko aldeilis við annan tón. Þeir stigu uppí flottann bíl og höfðu nóg af brennivíni meðferðis og nú var skálað óspart, þeir helltu að spænskum sið hvor uppí annann. Fóru í Bláa Lónið og þar klæddist brúðguminn sundbol með mjóu bandi upp í rasskoruna og var þetta allt saman sýnt í smáatriðum. Myndbandið var frábærlega klippt af einum vinanna sem kann til verka og þeir tóku svo sem uppá ýmsu fleira og það sem vakti furðu mína að það sá varla vín á nokkrum manni, þrátt fyrir að drjúgt væri sopið. Ég þori nú ekki annað en taka það fram að bílstjórinn var blá-skínandi edrú. En ....allavega þarna voru strákar á ferð og ég gat ekki betur séð en að kvenpeningurinn nyti alls þessa í botn. Miðað við hlátur og upphrópanir. Er sem sagt ekki sama hver gerir hlutinn?
Það er nefnilega það sem ég hef alltaf sagt, það er munur á kynjunum. Ég er alls ekki að segja að hlutverk kvenna sé að vera undirgefnar,eða heilalausar og skoðanalausar, langt því frá. En bæði þessi myndbönd voru gerð af ungu nútímafólki, kannski rúmlega tvítugu. Sjálfri fannst mér þetta hvoru tveggja vera í góðu lagi. Hvort fyrir sig valdi sína leið. SO.....er ekki 2007....hvað er að. Ef þetta er klám, þá finnst mér það gott KLÁM......
Heyrumst......
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.