Paradísarheimt...

 Þetta atvik átti sér raunverulega stað á Spáni. Ég var eina ferðina til hjá dótturinni, Guðrúnu Helgu og barnabörnunum Ólafi og Perlu Líf. Hitinn úti var  næstum óbærilegur og ekki lagaði heilsan málið.

                                                            Ristill Svitinn streymdi.,  það var hræðilega heitt. Fötin loddu við mig þar sem ég lá í sófanum. Hitinn kvaldi mig í viðbót við þjáningafulla verkina.Það byrjaði allt með útbrotum á baki sem líktust helst, að ég hélt sjálf, þar sem ég gat ekki séð bakið á mér, flugnabiti!Þetta er ekki flugnabit, þú verður að fara á neyðarvaktina, sagði stúlkan í apótekinu.Og þangað fór ég hálfæpandi úr kvölum!Satt að segja hélt ég að ég hefði étið eitthvað lítið kvikindi sem hefði stækkað og orðið að skrímsli og renndi sér nú fótskriðu eftir einhverri taug sér til skemmtunar.!Taug sem liggur frá útbrotunum á bakinu, sagði læknirinn. Falleg dökkhærð, spænsk kona og sveiflaði höndunum um leið og hún reif upp bolinn minn að  aftan til að kíkja aftur á útbrotin.Ó, guð, hvernig er hægt að breytast í fimm ára hálfgrátandi mállaust barn? En þannig var þetta, það varð að tala fyrir mig...Þvilík þjáning.!!En þarna lá ég þjáð og sveitt þegar Perla Líf gekk inn og stillti sér upp fyrir framan mig.

Abuela.! (amma) sagði hún. Ætlar þú til guðs?

 Ekki alveg strax ,ef ég kemst hjá því, svaraði ég...

En hvernig ætlar þú að fara til guðs,? spurði Perla Líf..

Ég horfði þögul á hana, ég gat varla talað fyrir verkjum hvort eð var.

Hún hélt áfram. Þegar þú ferð ætlar þú þá svona liggjandi og beint upp?

Ég hef nú ekki alveg ákveðið það, stundi ég...

Ætlar þú kannski að fara standandi.? Ég hlýt að hafa litið út eins og liðið lík fyrst barnið talaði svona..

 Perla Líf horfði hugsi á mig. En verður þú ekki örugglega uppi hjá guði þegar við Ólafur komum þangað?

Ég tek á móti ykkur, það er alveg öruggt, svaraði ég .

 

Það sem fólst í þessari spurningu barnsins var trygging fyrir því að hún og Ólafur bróðir hennar þekktu einhver fyrir víst, að þau yrðu ekki ein og vegalaus þó það væri uppi hjá Halo Guði. Börn hugsa sitt, það er klárt mál.

 

Svona er lífið, eins gott að standa vaktina. Smile

 

Heyrumst.....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittun

Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband