Sumir hérna inni á blogginu hafa ótvíræða hæfileika með pennann, eða réttara sagt tölvuna. Frásagnirnar eru eins misjafnar og fólk er margt en þetta alltsaman gegnir ýmsum hlutverkum. Sumir segja frá sér persónulega, aðrir tala um pólitík, sumir takast á um ákveðin málefni og hafi maður blandað sér í umræðuna liggur við að maður sjái eftir þrætuefninu þegar allt er búið.
Stundum er fólk bara hérna inni til að láta ættingja vita af sér og setja þá gjarnan upp myndir sem eru teknar við öll möguleg tækifæri og sumir vilja endilega láta ljós sitt skína. Og það heitir víst athyglissýki og stundum er alveg frábært að vera í sviðsljósinu.
Ég sá hérna inni um daginn að einn bloggarinn var að tala um að setja inn smásögu, það hefði óneitanlega verið gaman en annrs finnst mér stundum að fólk sé í rauninni að segja sögur. Maður hefur jafnvel enga hugmynd um hvaða persónur þetta eru alveg eins og í smásögu.
En ef maður les nógu oft fer maður að átta sig á sögupersónum, kynnast þeim gegnum verk þeirra og hegðun. Og það getur verið býsna fróðlegt. Fólk er nefnilega eins misjafnt og það er margt.
Það er óneitanlega margt sem maður ekki skilur frekar en líf á annarri plánetu.
Smáhugleiðing.....heyrumst.....
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 118630
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bulla afskaplega mikið á blogginu og hef skrifað nokkrar smásögur... ein var lesin í morgunútvarpinu (KissFm)
Blogg er algjör snilld og mér finnst að vefdeild morgunblaðsins eiga sko heiðurs skilinn fyrir frábæra síðu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2007 kl. 00:28
Það er svo gaman að bulla á blogginu um allt mögulegt. Það er enginn sem segir gerðu þetta eða hitt svona eða hinsegin, og ef einhver segir eitthvað þá það. Maður hefur frjálsar hendur í málinu.
Það er rétt....Blogg er algjör snilld.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.3.2007 kl. 08:57
Ég blogga sjaldan um dægurmálin en ibba hinsvegar mikið gogg á athugasemdarvellinum. Það sem hefur fengið best viðbrögð hjá mér eru litlar og skemmtilegar sögur úr lífi mínu og æsku auk þess sem ég hendi inn einstaka ljóði og smásögu.
Annars finnst mér blogg eigi að vera í hinum ýmsu stílbrögðum og jafn margbreytilegt og bloggararnir sjálfir. Það er nú oftast raunin, þótt stór hluti sé í fréttablogginu og Ragnars Reykáss syndrominu..Ma..ma...ma...bara skilur þetta ekki!
Ég hef ekki mikla traffík en var þó "uppgötvaður" af mönnum, sem vantaði penna og er nú að fara í ritstarf úti á landi í ca. 2 mán. Ég er alveg himin lifandi yfir þessu. Það eru bloggarar hérna, sem ættu meiri athygli skilið og finnst mér gott þegar fólk bendir á góð blogg. Bloggið er bylting.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.