SKY WONDER....Skemmtiferðaskip....

Við lögðum upp í þessa frábæru ferð frá Murcia á Spáni þar sem dóttir mín,Guðrún býr ásamt tveimur börnum sínum Ólafi sem er níu ára og Perlu Líf sex ára. Við lögðum í hann og Guðrún keyrði sem leið lá til Madrid en þar ætluðum við að gista hjá vinafólki. Sleeping

Þar var meiningin að fara í Tívolí, Warner Bros er með eitt slíkt í Madrid. Innanum tæki og Tívolítól voru allskonar fígúrur frá nýjum og gömlum bíótímum, barir og allskonar uppstillingar úr kvikmyndum. Og við mættum svo sannarlega á svæðinu með 3 börn sem skemmtu sér brjálæðislega vel í hinum og þessum tækjum að ekki sé minnst á gosbrunninn, þar gátu krakkarnir leikið sér endalaust. Þetta var meiriháttar byrjun á sjóferðinni sem var framundan.Heart

Gistingin er sko ferðasaga útaf fyrir sig, en það bíður betri tíma. En það voru fínar móttökur. Smile

Okkur var ekið á flugvöllinn í Madrid en þaðan átti að fljúgja til Aþenu, en þar tókum við þetta frábæra skip Sky Wonder uppá ellefu hæðir og allur sá lúxus um borð sem hægt er að hugsa sér, allavega fyrir venjulegt fólk eins og okkur. Wink

Þegar til Aþenu kom náðum við okkur í leigubíl, sá sem ók okkur var svo málglaður að áður en við vissum af vorum við öll kominn inn í bílinn hans sem tók fimm manns, venjulega. ( Við vorum 9 í allt.!!!!!!!!!) Við ókum í loftinu til að skoða gömlu frægu rústirnar og bílstjórinn talaði stanslaust. Tíminn var jú tæpur og eins gott að nota hann til hins ýtrasta. Við vorum of mörg í bílnum sem þýddi að bíllinn kostaði meira, en svei mér þá ferðin var peninganna virði, já og svo átti eftir að komast til baka með sama bílstjóranum. Á öllum mínum ferðum erlendis hef ég aldrei fundið  eins fyrir rassinum á mér en það var sko setið undir mér, alla leið, fram og til baka. Þetta var skrautlegt ferðalag, svo tóku rústirnar við og auðvitað var hitinn í toppi, þetta var í júnílok. Annars gat ég ekki séð að mengunin væri neitt meiri í Aþenu en öðrum stórborgum en það hefur verið sagt að Aþena sé versta borg í Evrópu hvað mengun snertir. Woundering Ekki gat ég séð það, en kannski var þessi dagur betri en aðrir.

Framhald seinna......heyrumst fljótt....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband