Vegir vináttunnar....

Það er örugglega rétt að vegir vináttunnar liggja í báðar áttir. Það er svo dýrmætt að eiga góða vini, vini sem eru alltaf til staðar þegar þú þarft á þeim að halda. Halo Í kvöld hitti ég einmitt svo frábæra félaga sem hafa haldið tryggð og vináttu gegnum þykkt og þunnt.

Þegar við hittumst fyrst vorum við að læra að halda ræður, til að byrja með undirbúið en seinna beint frá hjartanu. Félagsmál voru ofarlega á baugi ásamt svo mörgu öðru, við fórum í gegnum allskonar embætti til að ná okkur í reynslu og kunnáttu. Þetta alltsaman reyndi virkilega á og við það styrkist vináttan. Kissing Sem hefur haldist allar götur síðan, og það er spottakorn síðan.

Það er komið miðnætti og auðvitað langbest að koma sér í háttinn og það er ég að hugsa um að gera. Góða nótt. Heart

Heyrumst.....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

vinir eru gulls ígildi

Ólafur fannberg, 22.2.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband