Fíkill og fíklar...

Stundum er fólk bara með eina fíkn s.s. áfengisfíkn, kynlífsfíkn, tóbaksfíkn en stundum er fólk haldið af mörgum fíknum. Frown Þegar það hefur bara einn djöful að draga, þá er það fíkill í eintölu. En stundum er fólk haldið af mörgum fíknum og þá er það fíklar í fleirtölu. Það getur verið býsna flókið, þegar um margar fíknir að ræða heitir það bara að vera spennufíklar. Devil

Spennu bækur geta til dæmis verið ein af fíknunum og þá kemur bókasafnið sér vel annars fást spennubækur í öllum bókabúðum og alltaf hægt að finna eitthvað á lægra verði. Wink

Ég hef sjálf uppgötvað ótal góða spennuhöfunda, Donna Leon er einn frábær höfundur, hún býr í Feneyjum og er sko langt frá því að vera illa upplýstur asni. Þetta er háskólamenntuð kona og hefur hún kennt í Kína, Arabíu, Íran og líka í Sviss, bókmenntir og þá er hún að kenna, ekki bara eitthvað um spennu heldur um bókmenntir almennt. Hún hefur komið sér upp persónugalleríi sem eru auðvitað miðjan sem allt snýst um og fléttar síðan í kringum þetta fólk alveg frábærum spennu sögum. Hún hefur lag á því að skrifa góðan texta og heldur manni við efnið.Svo það er ekki alvont að vera spennufíkill. Wink

Annar kven-spennu rithöfundur er meiri háttar góð en það er Sue Grafton. Hún hefur fléttað söguþráð í kringum Kinsey Mallone,sem henni tekst að gera ótrúlega mannlega.Persónulegt líf Kinsey Mallone er dregið inn í söguþráðinn sem gerir bækur hennar meiriháttar og söguhetjan er sko alls ekki alltaf í sparifötunum. Maður upplifir ekki bara spennuna sem fylgir því að leysa mál, heldur eitthvað svo mannlegt, þetta sem kemur manni til að hugsa: Þetta gæti verið ég. Og það er svo frábært.Wink

Og núna höfum við Íslendingar eignast kven-spennu-rithöfund, Yrsu Sigurðardóttir. Og hún gerir meira en lofa góðu. Frábær penni, vel menntuð, verkfræðingur og kona. Þarna sjáið þið, það er sko langt því frá vont að vera kona. Það er nefnilega flott að fylla þennan flokk sem heitir KONUR. Smile

Heyrumst.....Smile.....Smile.....Smile....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég er bara neðansjávarspennufikill hehehe

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hehe...það er frábært....neðansjávarspennufíkill.....OH, BOY.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.2.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband