Eins og að sitja á grindverki....tvær hliðar...

Var að lesa DV í dag um hrikalegar, pyntingar ungra drengja sem voru sendir af einhverjum ástæðum á upptökuheimili. Það að ung börn eru send til dvalar á slíku stöðum er svartur blettur á ráðamönnum okkar. Að senda ung varnarlaus börn til dvalar á heimilum sem misnotuðu svona hrikalega valda stöðu sína, er glæpur.  Fyrir hvað var verið að refsa þessum börnum eða voru misheppnaðir einstaklingar að fá útrás fyrir Sadista hátt sinn og ómennsku. Í byrjun virðist allt vera í lagi en svo kemur allur hryllingurinn í ljós. Ég ætlaði varla að þora að lesa þennann ófögnuð, þvílík mannvonska. Fólk sem svona hegðar sér á ekki að vera í mannabyggð, það á ekki heima þar. Blush

En sem betur fer þá er ekki allt svart, Róbert heimspekingur hefur allt aðra sögu að segja. Hann segir fósturforeldra sína hafa verið sómafólk sem hann og fleiri sem hafa verið í þessu sama fóstri bera vel söguna. Hann segir jafnframt að hann og fleiri sem hafa verið í fóstri halda tryggð við þetta fólk vegna gæsku þess og kærleika. Það liggur við að manni vökni um augu, það er þá til gott fólk eftir alltsaman. Heart

Jafnframt kíkti ég á viðtalið við HaloHerdísi Þorvaldsdóttur leikkonu og segir hún að við fáum til baka allar okkar misgjörðir. Margfalt. Ég segi nú bara...Ómægod....Er heitt og nóg pláss í HELVÍTI. Þar er ábyggilega alltaf Rush Hour. ÚPS....Devil

Heyrumst....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband