Bækur og aftur bækur....

Skrapp aðeins í Kringluna og átti leið framhjá Pennanum og viti menn þar voru bækur og reyndar ýmislegt fleira á 70-75% afslætti. Biðröðin þar inn var eins og hlykkjótt slanga langar leiðir. Auðvitað fór ég inn og þó að ég fengi ekki það sem ég var að leita að þávar það sko sannarlega þess virði að líta inn. Wink

Ég brá mér þá inn hjá Eymundsson og fékk akkúrat það sem ég var að leita að. Fínar bækur til að viðhalda íslenskunni hjá barnabörnunum sem eiga heima á Spáni. Þannig er að þau lesa alltaf hvað meira  minna á móðurmálinu og nú var farið að vanta lestrarefni. Ég varð alfarið að treysta á sjálfa mig við valið ábókunum og þá vandaðist málið. Ég var jú að velja fyrir strák 10 ára gamlan, algjörlega af Harry Potter og Aragon kynslóðinni og stelpu sem er sex ára og hefur mestan áhuga á dúkkum, tónlist, dansi og að teikna og lita. Úff...nú var úr vöndu að ráða. Égsnerist í kringum sjálfa mig dágóðastund en tók svo þá ákvörðun að fá afgreiðslumanninn til liðs við mig. Hann sagði bara, sjálfsagt og ég fékk flottar bækur sem passa alveg, þvílíkur léttir. Ef þessi uppákoma hefur ekki sannfært mig um að strákar eru strákar og stelpur eru stelpur þá máhundur í haus mér heita, hehe. Whistling

En svona gamalaust þá er frábært að hitta fyrir svona afgreiðslufólk sem hjálpar manni.Það bjargar deginum. Smile

Heyrumst.....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt á föstudegi

Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk, föstudagar eru fínir dagar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.2.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband