Drottningin og Valentínusardagurinn....

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á veraldarvefnum leikur nokkur vafi á því hver Valentínus var, en ein heimildin hermir að hann hafi verið prestur sem gifti ung pör á laun, að sögn gerði hann það í óþökk Kládíusar keisara í rómaveldi sem á að hafa bannað ungum og ógiftum sveinum að giftast, því skortur var á hermönnum um þær mundir. Þegar upp komst um prestinn Valentínus var hann tekinn af lífi og síðar tekinn í dýrlingatölu af kirkjunnar mönnum.

Önnur og líklegri skýring er sú að á tímum rómverja var um miðjan febrúar haldin mikil heiðin frjósemishátíð. Hluti af hátíðarhöldunum fólst í því að ungar og ógiftar konur í Rómarborg settu nafn sitt í stórt leirker og ógiftir sveinar dróu síðan nafn úr kerinu og þannig var ungt fólk parað saman það árið.

Talið er að það hafi verið Gelasíus páfi sem ákvað um 498 e.Kr. að 14. febrúar yrði dagur heilags Valentínusar og ætti að koma í stað hins rómverska konulotterís sem þótti vera fremur ókristilegur siður. AHA...þá veit maður það.Wink

Á þessum blessaða degi Valentínusar var ég á ferðinni í Kringlunni og var í rauninni að leita að góðum safa, þegar allt í einu ung kona stóð við hliðina á mér og spurði hvort ég horfði á Kastljósið. Ég kvað já við því og spurði á móti hvort hún væri með eitthvað sérstakt í huga. Hún sagði það vera þáttinn í gærkvöldi um akstur undir áhrifum. Ég hafði horft á þáttinn og var því upplögð í spurningar. En ég segi bara eins og krakkarnir: Ómægod.....þetta var sannarlega spontant...útkoman sést í kvöld í Kastljósinu. Og þetta gerist á degi Valentínusar, guð láti gott á vita. Heart

Í framhaldi af þessu fór ég og náði í DVD disk um The Queen með Helen Mirren, og myndin fór langt fram úr mínum vonum þó ég hafi mikið dálæti á Helen Mirren. Þetta er nefnilega mögnuð mynd og maður áttar sig á átökunum sem gerast annars að mestu bak við tjöldin. Átökin við gamlar hefðir, heinræktaða fordóma í skjóli hefðanna. Þegar ég sá myndina skipti ég snarlega um skoðun á Tony Blair sem mér hefur alltaf fundist vera eins og hvolpur Bush bandaríkjaforseta, um tíma átti hann virkilega samúð mína, alþýðlegar hugmyndir hans stangast svo sannarlega á við konungsdóminn. Elísabeth Englandsdrottning er svo sannarlega ekki öfundsverð af hlutskipti sínu. Um myndina er sagt á bakhlið: Í myndinni er skyggnst á bak við tjöldin í kjölfar sviplegs dauðsfalls Díönu prinsessu þar sem sterkar hefðir konungsfjölskyldunnar takast á við nútímann, sorgina, börnin í fjölskyldunni sem eru barnabörn drottningarinnar. Úff...þetta er magnað alltsaman og fara þarf í miklar málamiðlanir. Mæli með þessari mynd....hún er mjög góð. Smile

Heyrumst.....Smile

til baka
sem

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband