Allar útlendar myndir talsettar á Spáni

Var að hlusta á Kristinn Ólafsson tala frá Madrid, hann var að tala um talsetningar á erlendum myndum. Þetta er stórmál á Spáni og eins gott ef maður ætlar í bíó þar að kunna spænsku. Þegar ég var á Spáni, og þar hef ég verið mikið, dóttir mín býr þar ásamt börnum sínum sem öll tala málið reiprennandi. Það lá við að ég félli grátandi, úr feginleik um hálsinn á hverjum þeim sem gat bjargað sér á ensku, ég var þá allavega eitthvað með á nótunum. Enska er kennd þar í skólum en þar sem allt er yfirfært á spænsku tala Spánverjar bara sitt mál. Errm Ég fatta það ekki alveg hvernig Spánverjar sem hafa í gegnum tíðina verið túristaþjóð, geta komist upp með það að tala bara sitt móðurmál. Þeir eru hreint ekki einir um svona mál allar latnesku þjóðirnar hafa sama hátt á.

Berlusconi, sá ítalski sagðist vilja færa sína þjóð á framfarabraut og með hverju? Jú, kenna þeim ensku og á tölvur. Úps...Woundering Á Vesturlöndum teljast það víst ekki framfarir að kenna meira á tölvur núna þegar allskyns perrar smygla sér inn á Netið og sigla þá undir fölsku flaggi og hræða foreldra upp úr skónum. Frown

Það er vandi að lifa í dag. Frown Annars sá ég kvikmyndina Volver eftir Pedro Almodovar með Penelope Crus í aðalhlutverki, sú mynd er meiriháttar. Myndmálið talar sínu máli, það er það góða við kvikmyndir að myndmálið segir okkur hvað er í gangi, en ég neita því ekki að það er enn betra að skilja tungumálið. Smile

Ég hlustaði og horfði á úthlutun Bafta verðlaunanna í gærkvöldi, Helen Mirren í hlutverki Englandsdrottningar, er ein af mínum uppáhalds leikkonum, hreppti verðlaun og er svo sannarlega vel að þeim komin. Forrest Wittaker í hlutverki Idi Amins í myndinni, Last King Of Scotland, hann er frábær leikari, en ég legg samt ekki í að sjá myndina, ég veit hvernig þessi einræðisherra var. Ég sá myndina um daginn með þessari elsku honum Brad Pitt, Babel,myndin er ótrúlega sterk og skilur eftir mikið af áhrifum bæði góð og vond. Það dugir í bili. Annars hef ég stundað íslensku myndirnar af kappi og þær eru óvenju vel gerðar, vel talsettar, vel leiknar, vel teknar ekkert minna en frábært. En það furðulega gerðist að ég upplifði KALDA SLÓÐ meira sem spennumynd en MÝRINA. Smile

Heyrumst......Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband