Þó fyrr hefði verið..... allstaðar.!!!!!

Hvernig dæmt hefur verið hér á landi í nauðgunar og barnaníðingamálum er til háborinnar skammar, og satt að segja skil ég ekki (og er ekki ein um það) suma dómana.  Angry Angry

Lagaramminn er ekki fullnýttur og gerandinn er ALLTAF látinn njóta vafans. (Sem er í mörgum tilfellum enginn vafi.) 

Ef maður stelur læri er hann strax dæmdur en sálarmorð .... í þeim er ekki dæmt ..... það stendur ekki neitt um það í lögunum. Siðferðið er ekki á háu plani, hvorki hjá gerandanum né þeim sem fjallar um málið. Devil


mbl.is Pólverjar ætla að gelda barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Dómar sem falla í kynferðisafbrotamálum er mikið þyngri hér á landi en í öðrum Evrópulöndum með Bretland sem hugsanlega undantekningu. Menn hafa verið dæmdir í 6 og 8 ár hér á landi fyrir sömu brot og hafa gefið 2ja ára dóm í Danmörku, þegar um kynferðisbrot gegn börnum er að ræða.

Þannig að þeir sem halda því fram að refsingin á Íslandi sé lægri fyrir svona brot, vita einfaldlega ekkert um það.

Varðandi falskar tilkynningar frá konum um nauðgun, hins vegar, þá er konum sem ljúga nauðgun upp á menn (og sem verða að viðurkenna það vegna þess aðhægt er að sýna fram á að þær séu að ljúga) og eru kærðar fyrir það, refsað fyrir það í öðrum löndum (m.a. Danmörku), en ekki á Íslandi. Það er engin furða að svo margar tilkynningar um nauðgun koma fram hér, það er ókeypis þrátt fyrir að meiðyrði séu brot á hegningarlögum. Sem er gleðiefni fyrir ónefnda öfgafemínista sem halda því fram að allir karlmenn séu nauðgarar.

Einnig þekki ég til máls, þar sem meintur gerandi var blásaklaus en fékk margra ára fangelsi vegna þess að meint fórnarlamb fékk þá skaðabætur, sem var jú tilgangurinn með kærunni.

Vendetta, 9.6.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hvort sem dómar eru þyngri hér á landi eru þeir engan veginn ásættanlegir. Í þeim málum sem koma til kasta dómara eru nauðgunarmál léttvæg fundin. Hvað sem veldur!!!!! Getur þú svarað því ?

Málið sem þú nefndir hefur ekki verið nógu vel reifað og við hvern er þá að sakast ?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.6.2010 kl. 15:53

4 Smámynd: Vendetta

Sökin liggur hjá mörgum: Fyrst og fremst hjá stelpunni sem kom með falskar ásakanir í hagnaðarskyni, í öðru lagi hjá lögreglumanninum sem hafði svo mikla fordóma gegn sakborningi að hann vann í því mánuðum saman til að fá eitthvað til að hanga saman, í þriðja lagi hjá verjandanum (þekktum lögfræðingi) sem nennti ekki að leggja sig fram þótt sýknudómur hefði verið borðleggjandi og í fjórða lagi dómaranum sem dæmdi manninn þótt ákærurnar héldu ekki vatni og það væru engar sannanir, þvert á móti.

Ég hef fengið að lesa öll málaskjöl og þar stendur ekki steinn yfir steini. Fordómarnir hjá fólki sem trúði öllu, ofsóknaráráttan hjá löggunni sem virðist vera með einhvern kvóta og svo almenningsálitið (sem alltaf hefur rangt fyrir sér) réð algjörlega för.

Þessi maður, sem nú situr inni blásaklaus hugðist kæra til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg yfir ótal göllum í málsmeðferðinni, en varð að hætta við vegna fjárskorts.

Þannig er réttvísin í svona málum á þessu volaða landi. Ekki til staðar. Auðvitað á að refsa kynferðisafbrotamönnum og þá með refsingu sem hæfir brotinu. En ekki dæma út frá lygum og fordómum og alls ekki dæma saklausa menn.

Vendetta, 10.6.2010 kl. 12:00

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Að dæma saklausan mann, ætti aldrei að gerast. Einn er einum of margt.

Getur maðurinn ekki sótt um gjafsókn og tekið þannig málið upp að nýju. Eða er um að ræða Jón og Séra Jón í svona málum?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.6.2010 kl. 17:37

6 Smámynd: Vendetta

Hann reyndi að fá tekið upp málið aftur, en fékk synjun. Varðandi Mannréttindadómstólinn er ekki hægt að byrja fyrr en fundinn er lögfræðingur sem vill fara lengra með málið. En fjölskylda hans fann engan sem var viljugur til þess, enda eru íslenskir lögfræðingar alveg ónýtir eins og ég hef áður bent á.

Vendetta, 11.6.2010 kl. 18:29

7 Smámynd: Vendetta

Varðandi lélega lögfræðinga, þá er oftast betra að verja sig sjálfur í héraðsdómi í staðinn fyrir að nota lögmann.  Það eina sem maður þarf að gera er að kynna sér lögin vel og dómsúrskurði í svipuðum málum. Ef þetta er gert, er bezti verjandi hvers manns maður sjálfur, því að þá er hjartað með og áhuginn. Vandamálið verður, ef saksóknari áfrýjar málinu, því að mál sem fara fyrir hæstarétt verða að vera lögð fram af hæstaréttarlögmanni.

Oftar en einu sinni hefur einstaklingur, sem hefur varið sig sjálfur, unnið mál í héraði, en síðan hefur einhver lögmaður klúðrað málinu í hæstarétti. Réttvísi er óþekkt fyrirbæri á Íslandi.

Vendetta, 11.6.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband