Ég fór á bókasafnið í dag og ætlaði bara að líta í blöðin þar sem ég fæ engin blöð. Ég var búin að taka tvær bækur tiltölulegar nýjar og var með þær með mér og var stödd uppi á lofti. Þá,... eftir að ég var búin að vera að lesa í örugglega klukkutíma, kom bókavörður upp og spurði hvort við vildum ekki koma niður það ætti að fara að lesa úr nýútkomnum bókum.
Bækurnar sem höfundarnir ætluðu að lesa upp úr var Skipið, spennusaga eftir Stefán Mána og Feimnismál, eftir Sigrúnu Davíðsdóttir. Hún hefur víst búið erlendis í mörg ár og lætur bókina gerast, fyrst í New York en seinna á Ítalíu og síðast skilst mér á Íslandi. Bókin er, það sem Sigrún las, mjög munúðarfull, langt frá klámi, myndræn og ótrúlega erótísk. Vel skrifuð og það sem meira er manni langar að vita meira. Allavega hef ég mikinn áhuga og ætla að reyna að fá bókina á safninu en hún er ekki komin þar ennþá.
En bækurnar sem ég náði í eru: Fólkið í kjallaranum og er eftir Auði Jónsdóttur barnabarn Halldórs Laxness, bókavörðurinn sem skrifaði bækurnar út sagðist ekki hafa verið neitt sérstaklega hrifin, samt er þetta verðlaunabók. Ég náði í aðra bók sem heitir Yosoy og er eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttir, sú bók hefur fengið mikið lof og bókavörðurinn var ásama máli. Ég ætla að byrja á þeirri bók en ég verð að ná í Feimnismál eftir Sigrúnu Davíðsdóttur, hún lofar mjög góðu. Hehe.
Vona að allt sé í góðum farvegi, bið að heilsa öllum á þínum bæ Guðrún og líka hjá þér Rúna, bestu kveðjur. Sóldís k........Heyrumst.....
Flokkur: Lífstíll | Fimmtudagur, 9. nóvember 2006 | Facebook
Bloggvinir
- ghelga
- olafurfa
- agny
- ak72
- andrigeir
- blossom
- sjalfbodaaron
- axelaxelsson
- axelthor
- asthildurcesil
- baldher
- birgitta
- bjarnihardar
- gudmundsson
- brahim
- gattin
- borkurgunnarsson
- carlgranz
- austurlandaegill
- einarbb
- einararnason
- emilkr
- frode
- gretarmar
- bofs
- noldrarinn
- gthg
- hallarut
- maeglika
- harhar33
- hehau
- hildurhelgas
- drum
- don
- fridust
- ingagm
- golli
- isleifur
- boi
- jensgud
- naflaskodun
- joiragnars
- jonaa
- jamesblond
- islandsfengur
- jonsullenberger
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- hrafnaspark
- larahanna
- altice
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- manisvans
- morgunbladid
- poppoli
- rassoplusso
- kotturinn
- palmig
- hux
- hafstein
- raksig
- ransu
- rlord
- robertb
- rutlaskutla
- fullvalda
- sigro
- sighar
- stebbifr
- geislinn
- steina
- svanurg
- christinemarie
- tibsen
- eggmann
- vilborg-e
- ippa
- vga
- zordis
- kermit
- steinisv
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jább hér er allt frábært að frétta bara. Fórum í matarboð í gær og læti. Erum á leið út á róló núna, bjalla í þig á skype á eftir.
knús
Guðrún Helga Gísladóttir, 12.11.2006 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.