Geir og Ingibjörg

Eftir 12 ára samvinnu hefur forsætisráðherra ákveðið að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn starfi ekki saman lengur, sú stjórn myndi ekki hafa þann styrkleika sem þarf í samstarfið. Skellurinn sem Framsókn fékk í síðustu kosningum er aðalorsökin.

Næsta skref er því Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin, vonandi tekst að koma þeim saman, það er í rauninni ekki svo mikið bil á milli þeirra að það megi ekki brúa það. Ef þetta tekst sem ég vona að verði að veruleika, eigum við von á sterkri stjórn næsta kjörtímabil. Ég er á því að þetta gæti orðið góð stjórn, ef þeir standa við eitthvað af kosningaloforðunum. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta lofar góðu.

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: www.zordis.com

Hefur einhver staðið við STÓRU LOFIRÐIN, við LITLU LOFORÐIN, við LOFORÐIN ALMENNT. ...... það er gott að halda í trú um eitthvað betra!

www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband