Víða í landi er pottur brotinn.....

Horfði nýlega á kvikmyndina, " The Accused," Með Jodie Foster og Kelly McGillis í aðalhlutverkum. Um myndina segir Rex Reed...At The Movies: " A powerful, lacerating look at both the consequences of not only rape, but our judicial system as well.

 Hver eru mörk réttlætisins? Af félagslegri ábyrgð?

Kvikmyndin Accused skoðar á sterkan og ögrandi hátt, á mannlega náttúru og einstaklingsbundna samvisku þess sem við köllum, "Homo Sapiens." Og á réttarfarið sem kemur fram við fórnarlambið eins og sökudólg.

Eftir undangengna nauðgunardóma hlýtur svona mynd að vekja upp vondar tilfinningar, og spurningar um: Hvar stöndum við íslendingar í svona málum?  Því er fljótsvarað: í gömlum tilfinningahöftum sem segja: Var konan sem var nauðgað í stuttu pilsi? Var toppurinn sem hún klæddist of fleginn? Hafði hún fengið sér í glas, þá bauð hún sem sagt uppá nauðgun. Sama gamla lummann, sem tiðkast hérna líka. Er það nema von að aumingja nauðgararinir,létu hendur standa fram úr ermum og létu þessa druslu hafa það. Ekki bara einhver einn heldur margir, í myndinni er um hópnauðgun að ræða.

En á endanum, eftir mikil málaferli og leit að sönnunargögnum nær réttlætið fram að ganga og þeir sem hvöttu til ódæðisins með hrópum og köllum fá líka dóm.

Ég mæli með þessari mynd hún er bæði vel leikinn, það er tekið fyrir eldfimt og viðkvæmt efni sem fær alla til að hugsa. Svona uppákomur eru því miður ekki einsdæmi og eru ekkert séríslenskt eða bandarískt fyrirbæri, ofbeldi í öllum myndum tíðkast í flestum þjóðfélögum.Spurning er bara hvernig við tökumst á við þennan hræðilega vanda. Og svona til öryggis ofbeldi tilheyrir ekki bara karlmönnum heldur, því miður konum líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband