Manhattan og Match Point

Woody Allen á sér marga aðdáendur og líka marga hatursmenn, en það er víst ekkert nýtt, sumt fólk og það sem það gerir, getur farið ótrúlega í taugarnar á manni. Myndirnar hans sem hann bæði leikur í og semur handritið að hafa farið sigurför um heiminn, þrátt fyrir taugaveiklun hans í þeim myndum sem hann leikur í sjálfur. Já, og reyndar leikstýrir hann líka.

Báðar þessar myndir hans, "Manhattan" og "Match Point" hafa verið tilnefndar til verðlauna. "Manhattan" var tilnefnd til tveggja verðlauna og segir Time Magasin um hana, " A masterpiece, perfect blending of style and substance, humor and humanity." Þessi mynd er í svart hvítu og ótrúlega dökk á köflum, En hún snertir samt við manni og sýnir nútíma sambönd en sýnir jafnframt gamaldags (býst ég við) hugsun, um tal almennt um kynlíf og sambönd.

Woody Allen hefur alls ekki útlitið með sér, en taugaveiklun hans passar einhvernveginn við þessar furðulegu persónur sem hann leikur. Hann er furðulegur fír, en listrænn er hann og fær alltaf til liðs við sig þungaviktar leikara, það þykir nefnilega mikil upphefð að leika í myndunum hans.

" Match Point," er allt öðruvísi mynd, en samt fjallar hún um  þetta sama thema, sambönd og sambandsslit. Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna og segir á umslaginu utan um myndina, Passion, Temptation, Obsession og er hann kallaður ekkert minna en snillingur og það sem meira er þetta er talin hans allra bestamynd í áraraðir. Því er ég algjörlega sammála, þessi mynd er meiriháttar,  hann leikur ekki í henni sjálfur en leikstýrir og skrifar auðvitað handritið.

Báðar þessar myndir er meiri háttar góðar og mæli ég með þeim. Inni á Google er meistarans að sjálfsögðu getið og ætla ég að láta fylgja með umsögn um Woody Allen.

www.starpulse.com/Actors/Allen,_Woody/Pictures/ -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband