Brúðkaup

Og nú var komið að brúðkaupi. Tíminn hljóp frá okkur svo að við náðum ekki að fara í kirkjuna en þar fór athöfnin fram að kristinna manna sið. En klukkan fjögur átti að mæta í veisluna en við mættum um 4:30 þá var eitthvað af fólki mætt, en stundum fær maður það á tilfinninguna að fólk sé með almanak á hendleggnum í staðinn fyrir úr.  en það er að mörgu leyti hið besta mál, ekkert stress. Veislan var haldin í einu af úthverfum borgarinnar í sal sem var með upphækkun í enda salarins og þar var búð að koma fyrir sófa fyrir brúðhjonin og reikna með svaramönnum sitt til hvorrar handar við brúðhjónin.

Til hliðar var komið fyrir stólum, sitt hvoru megin öðru megin voru ættingjar og vinir brúðarinnar og hinu megin þeir sem tilheyrðu brúðgumanum. Nú átti nefnilega að halda ræður á báða vegu. Um 6 leytið var boðið uppá drykki og svona í framhaldi af því mættu brúðhjónin og settust en þá voru allir búnir að koma sér fyrir. Sumir komu langt að, þarna var t.d. ein hvít kona frá Þýskalandi og svo við frá Íslandi.

Ræðumenn, það skal tekið fram fyrir antífemínista að það voru einungis karlmenn sem héldu ræður. Ræðumenn tíunduðu hvað brúðhjónin hefðu nú fengið í brúðargjöf og gáfu foreldrar brúðgumans þeim nýjan bíl, m.a. en foreldrar hennar gáfu belju, þær eru víst mjög dýrmætar í Afríku. Sem betur fer var ágætis túlkur við hliðina á okkur sem leiddi okkur í allann sannleika um það sem sagt var annars hefðum við lítið vitað um gjafirnar. Eftir að ræðumenn höfðu lokið máli sínu, eftir langan tíma, því að þeir stóðu upp sitt á hvað bæði til að segja frá gjöfunum og hrósa brúðhjónunum, þá var borðað og Afríkönsk tónlist spiluð. Maður fær einhverja annarlega já og seiðandi tilfinningu þegar maður hlustar á þessa tónlist, mér finnst hún meiriháttar og hún höfðar svo sannarlega til mín.

Við fórum frekar snemma, dansinn var eftir en við vorum með lítið barn með okkur sem þurfti að komast í ró. Þarna var fullt af fólki sumt svo ótrúlega vestrænt í útliti, það sem skildi á milli var litarhátturinn og þessir tveir menningarheimar. En við erum öll fólk með tilfinningar og skoðanir og auðvitað þarf að sýna sveigjanleika þannig að skoðanir beggja heima fái að njóta sín en það er víst þannig þegar fólk þó það sé af sama litarhætti þá tekur tíma að finna rétta farveginn fyrir bæði svo að báðir aðilar fái að njóta sín. En gefum við alltaf tækifærin, tölum saman og leitum úrræða, eða hlaupum við bara frá öllu saman og eignumst nýjan partner og hefjum leikinn aftur.

En allavega þá var þetta búðkaup fínt start og vonandi verður framtíðin þeim hagstæð. InLove

Heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband