AFTÖKUR....

Hvað gengur fólki til sem hegða sér svona, sára saklausu fólki still upp og það skotið. Er hægt að  kenna því um hve auðvelt ar að verða sér úti um skotvopn í USA? Byssan gerir ekkert sjálf, það er persónan sem heldur á skotvopninu sem ræður úrslitum. Getur fólk misst svona algjörlega stjórn á sér útaf ástarsorg? Það er allavega látið liggja að því að maðurinn hafi verið að leita vinkonu sinnar!

Það er ekki nema von að fólki hrylli við, þegar það fréttir af svona hræðilegum atvikum. Hvernig líður fólki sem er stillt upp fyrir framan byssukjaft og það veit að því er engrar undankomu auðið. Það er skelfileg tilhugsun, hvað hugsar fólk á þessum síðustu andartökum?

Í mörg undanfarin ár hef ég heimsótt veika vinkonu mína, hún planleggur dauðastundina eins og hún sé bara að skreppa af bæ. Ég afber þetta varla og finn til einhversstaðar inni í mér, einhvern sársauka sem ég get á engan hátt stjórnað. Það hefur verið langur aðdragandi að sjálfum dauðanum en núna nálgast hann óðum. Hver er munurinn á því að hafa langan aðdraganda eða að mæta endalokunum skyndilega, fyrirvaralaust? Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að hún hræðist það óþekkta og dauðinn er svo endanlegur. Við vitum alls ekki hvað tekur við, eða hvort það tekur nokkuð við? Eitt er víst að meðan við þekkjum ekki andstæðinginn þá erum við í varnarstöðu. Og hver þekkir dauðann?

 


mbl.is Skotmaðurinn sagður hafa leitað að vinkonu sinni í skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband